Erlent

Skipi smyglara sökkt

Ástralski flugherinn sökkti í morgun norðurkóresku flutningaskipi sem tekið var árið 2003 og flutt til hafnar. Skipið var notað til að smygla rúmum 125 kílóum af heróíni til Ástralíu.

Það var fært til hafnar í Sydney fyrr í vikunni og síðan var flugmönnum flughersins leyft að sökkva því undan ströndum Nýju Suður Wales. Utanríkisráðherra Ástrala sagði þetta skilaboð til umheimsins um að þarlend yfirvöld ætluðu að taka hart á eiturlyfjasmygli.

Fjórir menn hafa verið dæmdir í rúmlega tuttugu ára fangelsi hver fyrir aðild að smyglinu en flestir í áhöfn skipsins hafa verið sýknaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×