Fjögurra skyrtna tónleikar 14. ágúst 2006 15:30 Kynþokkinn uppmálaður Morrissey var hrikalegur flottur upp á sviðinu og heillaði alla gesti Laugardalshallarinnar upp úr skónum. MYND/Anton Hinn sérvitri söngvari Morrissey hélt tónleika í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið við góðar undirtektir. Morrisey spilaði mest megnis lög frá sólóferli sínum og var kynþokkafullur, ákveðinn og geysilega flottur í öllum sínum aðgerðum. Greinileg spenna ríkti í Laugardalshöllinni rétt áður en tónleikarnir hófust enda var mættur á klakann tónlistarmaður sem hefur jafnvel verið nefndur sem áhrifamesti maður breskrar tónlistarsögu. Þó var á margan hátt nokkuð furðulegt að sitja í Laugardalshöllinni. Í fyrsta lagi hefði verið mun skemmtilegra að hafa tónleikana bara sitjandi að hluta til þess að rífa upp meiri stemningu. Í öðru lagi safnaðist hópur af æstustu aðdáendum Morrisey fyrir framan sviðið og geri því ráð fyrir að fólk í fremstu sætunum hafi verið lítið skemmt þess vegna. Þessi tvö atriði komu þó ekki í veg fyrir frábæra tónleikaupplifun. Morrisey hefði varla getað valið betra lagi til þess að hefja tónleikana. Þegar gítarriff How soon is now? byrjaði að óma var ekki laust við að margir hafi fundið gæsahúðina renna upp bakið auk þess sem hljóðið í Höllinni var vel þolanlegt að þessu sinni. Margir hafa vafalaust verið ósáttir með hversu fáa Smiths slagara Morrisey tók eftir það en Morrissey hefur ætíð spilað lágmarksskammta af Smiths-lögum á tónleikum sínum. Þó fengu lög á borð við Panic og Girlfriend in a coma að heyrast og varð það nóg til þess að halda öllum tónleikagestum á tánum. Morrisey virtist samt njóta sín best í eigin lögum. Í þau lög virtist Morrissey setja allt sem hann átti og þrátt fyrir að vel flestir áhorfendur hefðu aldrei heyrt meirihluta laganna koma það ekki að sök. Sviðsframkoma Morrisey var einnig svo heillandi að þó hann hefði verið að syngja blöndu af Nylon og HLH flokknum hefði það samt komið vel út. Eiginlega má segja að Morrisey sé hin fullkomna rokkstjarna þegar kemur að sviðsframkomu. Kynþokkinn hreinlega lekur af manninum, hann heillar áhorfendur upp úr skónum með smá spjalli milli laga og er geislandi á sviðinu. Skemmtilegt var líka að sjá að Morrissey skipti alls þrisvar sinnum um skyrtu á tónleikunum, fyrst var hann í svartri, svo gulri, síðan blárri og endaði loks í grárri. Áhorfendur hötuðu það heldur ekki þegar Morrisey reif af sér skyrtu og henti út i salinn. Tónleikarnir voru því hin mesta skemmtun enda alltaf jafn gaman að fá jafn mikla goðsögn og Morrissey til þess að spila hér á landi. Aðalstjarnan virtist líka ánægð sjálf og það er alltaf mikill plús þegar slíkt er áberandi. Menning Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
Hinn sérvitri söngvari Morrissey hélt tónleika í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið við góðar undirtektir. Morrisey spilaði mest megnis lög frá sólóferli sínum og var kynþokkafullur, ákveðinn og geysilega flottur í öllum sínum aðgerðum. Greinileg spenna ríkti í Laugardalshöllinni rétt áður en tónleikarnir hófust enda var mættur á klakann tónlistarmaður sem hefur jafnvel verið nefndur sem áhrifamesti maður breskrar tónlistarsögu. Þó var á margan hátt nokkuð furðulegt að sitja í Laugardalshöllinni. Í fyrsta lagi hefði verið mun skemmtilegra að hafa tónleikana bara sitjandi að hluta til þess að rífa upp meiri stemningu. Í öðru lagi safnaðist hópur af æstustu aðdáendum Morrisey fyrir framan sviðið og geri því ráð fyrir að fólk í fremstu sætunum hafi verið lítið skemmt þess vegna. Þessi tvö atriði komu þó ekki í veg fyrir frábæra tónleikaupplifun. Morrisey hefði varla getað valið betra lagi til þess að hefja tónleikana. Þegar gítarriff How soon is now? byrjaði að óma var ekki laust við að margir hafi fundið gæsahúðina renna upp bakið auk þess sem hljóðið í Höllinni var vel þolanlegt að þessu sinni. Margir hafa vafalaust verið ósáttir með hversu fáa Smiths slagara Morrisey tók eftir það en Morrissey hefur ætíð spilað lágmarksskammta af Smiths-lögum á tónleikum sínum. Þó fengu lög á borð við Panic og Girlfriend in a coma að heyrast og varð það nóg til þess að halda öllum tónleikagestum á tánum. Morrisey virtist samt njóta sín best í eigin lögum. Í þau lög virtist Morrissey setja allt sem hann átti og þrátt fyrir að vel flestir áhorfendur hefðu aldrei heyrt meirihluta laganna koma það ekki að sök. Sviðsframkoma Morrisey var einnig svo heillandi að þó hann hefði verið að syngja blöndu af Nylon og HLH flokknum hefði það samt komið vel út. Eiginlega má segja að Morrisey sé hin fullkomna rokkstjarna þegar kemur að sviðsframkomu. Kynþokkinn hreinlega lekur af manninum, hann heillar áhorfendur upp úr skónum með smá spjalli milli laga og er geislandi á sviðinu. Skemmtilegt var líka að sjá að Morrissey skipti alls þrisvar sinnum um skyrtu á tónleikunum, fyrst var hann í svartri, svo gulri, síðan blárri og endaði loks í grárri. Áhorfendur hötuðu það heldur ekki þegar Morrisey reif af sér skyrtu og henti út i salinn. Tónleikarnir voru því hin mesta skemmtun enda alltaf jafn gaman að fá jafn mikla goðsögn og Morrissey til þess að spila hér á landi. Aðalstjarnan virtist líka ánægð sjálf og það er alltaf mikill plús þegar slíkt er áberandi.
Menning Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira