Lífið

Með nýjan þátt á ABC

William Shatner. Leikarinn góðkunni verður spyrill í nýjum spurningaþætti.
William Shatner. Leikarinn góðkunni verður spyrill í nýjum spurningaþætti.

Leikarinn William Shatner mun stjórna spurningaþættinum Show Me the Money fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Í þættinum svara þátttakendur ýmsum spurningum í þeirri von að vinna milljónir króna. Einnig eiga þeir á hættu að tapa því sem þeir hafa unnið sér inn. Sjö þættir verða teknir upp til að byrja með.

Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kapteinn James T. Kirk í Star Trek-þáttunum. Hann hefur unnið tvenn Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sín í The Practice og Boston Legal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.