Lífið

Önnur plata Killers

The Killers. Bandaríska rokksveitin gefur út sína aðra plötu.
The Killers. Bandaríska rokksveitin gefur út sína aðra plötu.

Önnur plata bandarísku rokksveitarinnar The Killers, Sam"s Town, er komin út. Var hún tekin upp í New Palm Studios í heimaborg sveitarinnar í Las Vegas.

Upptökum stjórnuðu bresku upptökustjórarnir Flood og Alan Moulder, sem eru m.a. þekktir fyrir samstarf sitt við U2, Nick Cave, Smashing Pumpkins og Depeche Mode. Jafnframt tók Moulder upp síðustu plötu The Killers, Hot Fuss, sem skaut sveitinni rækilega upp á stjörnuhimininn. Seldist hún í fimm milljónum eintaka og innihélt m.a. lögin Somebody Told Me, Mr. Brightside og All These Things I"ve Done. Voru þau öll tilnefnd til Grammy-verðlauna.

Fyrsta smáskífulag Sam"s Town, When You Were Young, hefur fengið góðar viðtökur og er í öðru sæti breska smáskífulistans. Platan hefur fengið mjög góða dóma, m.a. frá hinum virtu tímaritum Q, Rolling Stone og NME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.