Erlent

Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil

MYND/AP

Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður. En það er víða ólga meðal flugmanna og forsvarsmenn ítalska flugfélagsins Alitalia sögðu í gærkvöld að líklega yrði að hætta við 250 flug í dag vegna hrinu verkfalla sem hrjáð hafa flugfélagið undanfarið en félagið á í miklum fjárhagserfiðleikum. Starfsemi flugfélagsins hefur verið lömuð frá því á fimmtudag þegar verkföll hófust. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur kallað eftir ríkisstjórnarfundi til þess að ræða stöðu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×