Erlent

Nægur maís í Malaví

Maísuppskera hefur ekki verið jafngjöful í tíu ár í Malaví en maís er undirstaða í mataræði malavísku þjóðarinnar. Regntímabilið tekur nú senn enda í landinu og hefur rignt vel og lengi og eru Malavíar í sjöunda himni því þurrkatímabil hafa truflað regnið undanfarin ár sem hefur leitt til uppskerubrests. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Þrátt fyrir gott regn í ár er þó ekki hægt að treysta á að vatnið sé komið til að vera því hefðbundið regn- og þurrkamynstur í suðaustanverðri Afríku hefur verið mjög úr lagi gengið síðastliðin 10-15 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×