Innlent

Hreinsunarátak við strendur landsins

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. Mynd/Valli

Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju landsins. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að stefnt sé að hreinsa alla strandlengju landsins á árunum 2006 til 2011. Strendur verða hreinsaðar á fjórum stöðum í sumar, við Tálknafjörð, Vík í Mýrdal, Fjarðarbyggð og Siglufjörð. Stefnt er að því að fjarlægja allt rusl, kortleggja stærri svæði og gera áætlanir um hvernig hægt sé að þrífa þau í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×