Erlent

23 létust í Kína af völdum fellibylsins

MYND/AP

Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum. Meira en milljón manna þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í gær vegna fellibylsins en hann lagði fjölda húsa í rúst. Stormurinn er sá öflugasti sem hefur geisað á Suður-Kínahafi á þessum árstíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×