Þar sem myrkraverkin gerast 27. júlí 2006 08:00 Silent Hill Hrollvekjusumarið heldur áfram um allan heim en í gær var Silent Hill frumsýnd. Myndin segir frá ungri móður sem leitar dóttur sinnar í skuggalegum bæ. Hryllingsmyndasumarið heldur áfram á Íslandi en í gær var kvikmyndin Silent Hill frumsýnd. Hún er byggð á vinsælum tölvuleik frá Konami-fyrirtækinu en myndir byggðar á tölvuleikjum hafa yfirleitt ekki náð þeim hæðum sem vonast hefur verið til. Rose hefur miklar áhyggjur af litlu stelpunni sinni Sharon en hún þjáist af óþekktum geðsjúkdómi sem læknar ráða ekki við. Henni er ráðlagt að setja dóttur sína á geðveikrahæli en þráast við. Þrátt fyrir fortölur eiginmanns síns ákveður hún að halda til bæjarins Silent Hill en Sharon hrópar það nafn í svefni. Þegar mæðgurnar nálgast bæinn stekkur fyrir bíl þeirra einhver óþekkt vera og þær lenda utan vegar með þeim afleiðingum að Rose rotast. Þegar hún vaknar er dóttir hennar horfin sporlaust inn í bæinn. Rose leitar aðstoðar hjá lögreglukonunni Cybil Bennet og saman halda þær af stað inn í bæinn sem lítur vægast sagt skuggalega út, umvafinn þoku og allskyns kynjaverum. Fljótlega verður Rose ljóst að upptök veikinda dóttur hennar má rekja til þessa skuggalega staðar og hún sjálf er hluti af einhverri skelfilegri fortíð. Það eru þau Radha Mitchell og Sean Bean sem leika aðalhlutverkin í þessari spennuhrollvekju. Mitchell vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Melinda and Melinda sem Woody Allen leikstýrði en Sean Bean er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið óþokkann Alec Trevelyan í fyrstu Bond-mynd Pierce Brosnan auk þess að hafa tekið þátt í þrekvirkinu Lord of the Rings sem Boromir. Leikstjórinn er Christope Gans sem gerði meðal annars Crying Freeman, mjög frambærilega samúræjamynd. Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hryllingsmyndasumarið heldur áfram á Íslandi en í gær var kvikmyndin Silent Hill frumsýnd. Hún er byggð á vinsælum tölvuleik frá Konami-fyrirtækinu en myndir byggðar á tölvuleikjum hafa yfirleitt ekki náð þeim hæðum sem vonast hefur verið til. Rose hefur miklar áhyggjur af litlu stelpunni sinni Sharon en hún þjáist af óþekktum geðsjúkdómi sem læknar ráða ekki við. Henni er ráðlagt að setja dóttur sína á geðveikrahæli en þráast við. Þrátt fyrir fortölur eiginmanns síns ákveður hún að halda til bæjarins Silent Hill en Sharon hrópar það nafn í svefni. Þegar mæðgurnar nálgast bæinn stekkur fyrir bíl þeirra einhver óþekkt vera og þær lenda utan vegar með þeim afleiðingum að Rose rotast. Þegar hún vaknar er dóttir hennar horfin sporlaust inn í bæinn. Rose leitar aðstoðar hjá lögreglukonunni Cybil Bennet og saman halda þær af stað inn í bæinn sem lítur vægast sagt skuggalega út, umvafinn þoku og allskyns kynjaverum. Fljótlega verður Rose ljóst að upptök veikinda dóttur hennar má rekja til þessa skuggalega staðar og hún sjálf er hluti af einhverri skelfilegri fortíð. Það eru þau Radha Mitchell og Sean Bean sem leika aðalhlutverkin í þessari spennuhrollvekju. Mitchell vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Melinda and Melinda sem Woody Allen leikstýrði en Sean Bean er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið óþokkann Alec Trevelyan í fyrstu Bond-mynd Pierce Brosnan auk þess að hafa tekið þátt í þrekvirkinu Lord of the Rings sem Boromir. Leikstjórinn er Christope Gans sem gerði meðal annars Crying Freeman, mjög frambærilega samúræjamynd.
Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“