Efasemdir um "hátæknisjúkrahús" 13. maí 2006 19:10 Oddvitar Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í borginni hafa efasemdir um byggingu svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut, en leiðtogi Samfylkingar telur staðsetninguna enn góðan kost. Áætlaður kostnaður við framkæmdina er 36 milljarðar króna. það er þegar búið að eyrnamerkja átján milljarða af söluandvirði símans í fyrirhugað hátæknisjúkrahús - en herlegheitin kosta þó helmingi meira eða 36 milljarða. Ríki og borg eru búin að semja um bygginguna, þrátt fyrir efasemdaraddir frá heilbrigðisstarfsfólki, arkitektum, verkfræðingum og Samtökum um betri byggð - auk gagnrýni hagfræðinga sem telja útgjöldin kæruleysi eins og nú árar. Hik er komið í pólitíkusana nú korteri fyrir kosningar. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna hefur lýst þessum efasemdum, þó að flokkur hennar hafi stutt staðarvalið áður. Vilhjálmur Þ. er á sömu skoðun - hann efast um ágæti þess að leggja út í framkvæmdina en bendir á að búið sé að semja við ríkið þannig að skaðabótaábyrgð kunni að hafa skapast. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar telur svo sem mögulegt að endurskoða staðarvalið ef ný rök komi fram í málinu sem hann sjái þó ekki í hendi sér. Hann telur enn að þetta sé vænn kostur ekki síst vegna tengingar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Eins og greint var frá í fréttum í gærkvöld álitu danskir sérfræðingar í uppbyggingu sjúkrahúsa að betra væri að byggja upp aðstöðuna í Fossvogi en við Hringbraut. Fullyrti Ólafur Örn Arnarsson, fyrrverandi yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að þessi ráðgjafaskýrsla hafi verið hunsuð. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans sá sér ekki fært að koma í viðtal vegna málsins en gat þess að skýrsla danana hefði verið metin með öðrum sjónarmiðum við ákörðun um staðarval. Menn hefðu einfaldlega komist að annari niðurstöðu. Aðspurður um ráðgjöf annara sérfræðinga hefði legið til grundvallar staðarvalinu við Hringbraut benti hann á að sænskir arkitektar hefðu bent á að byggingamagnið sem þörf væri á kæmist fyrir við Hringbraut - en það rými væri einnig til staðar í Fossvogi. Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Oddvitar Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í borginni hafa efasemdir um byggingu svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut, en leiðtogi Samfylkingar telur staðsetninguna enn góðan kost. Áætlaður kostnaður við framkæmdina er 36 milljarðar króna. það er þegar búið að eyrnamerkja átján milljarða af söluandvirði símans í fyrirhugað hátæknisjúkrahús - en herlegheitin kosta þó helmingi meira eða 36 milljarða. Ríki og borg eru búin að semja um bygginguna, þrátt fyrir efasemdaraddir frá heilbrigðisstarfsfólki, arkitektum, verkfræðingum og Samtökum um betri byggð - auk gagnrýni hagfræðinga sem telja útgjöldin kæruleysi eins og nú árar. Hik er komið í pólitíkusana nú korteri fyrir kosningar. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna hefur lýst þessum efasemdum, þó að flokkur hennar hafi stutt staðarvalið áður. Vilhjálmur Þ. er á sömu skoðun - hann efast um ágæti þess að leggja út í framkvæmdina en bendir á að búið sé að semja við ríkið þannig að skaðabótaábyrgð kunni að hafa skapast. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar telur svo sem mögulegt að endurskoða staðarvalið ef ný rök komi fram í málinu sem hann sjái þó ekki í hendi sér. Hann telur enn að þetta sé vænn kostur ekki síst vegna tengingar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Eins og greint var frá í fréttum í gærkvöld álitu danskir sérfræðingar í uppbyggingu sjúkrahúsa að betra væri að byggja upp aðstöðuna í Fossvogi en við Hringbraut. Fullyrti Ólafur Örn Arnarsson, fyrrverandi yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að þessi ráðgjafaskýrsla hafi verið hunsuð. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans sá sér ekki fært að koma í viðtal vegna málsins en gat þess að skýrsla danana hefði verið metin með öðrum sjónarmiðum við ákörðun um staðarval. Menn hefðu einfaldlega komist að annari niðurstöðu. Aðspurður um ráðgjöf annara sérfræðinga hefði legið til grundvallar staðarvalinu við Hringbraut benti hann á að sænskir arkitektar hefðu bent á að byggingamagnið sem þörf væri á kæmist fyrir við Hringbraut - en það rými væri einnig til staðar í Fossvogi.
Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira