Innlent

Verður Þjóðminjasafnið safn Evrópu í ár?

MYND/Stefán

Það ræðst í kvöld hvort Þjóðminjasafnið verður valið safn Evrópu árið 2006. Þjóðminjasafnið er í hópi 20 safna sem komin eru í úrslit í samkeppni Evrópuráðs safna en niðurstöður hennar verðar kynntar á aðalfundi ráðsins í Lissabon í kvöld. Þjóðminjasafnið er í þessum hópi þar sem það hefur nýverið gengið í gengnum vel heppnaða endurskipulagningu og endurhönnun sýninga. Auk verðlaunnanna Safn Evrópu árið 2006 eru veitt verðlaun á vegum Evrópuráðsins ásamt bjartsýnisverðlaunum til safns á sviði tækni og iðnaðar. Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut einmitt síðastnefndu verðlaunin árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×