Innlent

Litla hryllingsbúðin sýnd í Íslensku óperunni í kvöld

Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin verður tekin til sýninga í Íslensku óperunni í kvöld. Það er leikfélag Akureyrar sem setur upp sýninguna en hún hefur verið sýnd norðan heiða við góðar undirtektir. Litla hryllingsbúðin ætti að vera mörgum góðkunn en söngleikurinn var síðast sýndur í Íslensku óperunni árið 1984 en það var Laddi sem sló eftirminnilega í gegn í hlutverki trannlæknisins ógurlega. Það er Magnús Geir Þórðarson sem leikstýrir sýningunni en með helstu hlutverk fara Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×