Innlent

Samningar takast líklega um helgina

Líklegt má telja að samningar takist um helgina í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Viðræðurnar snúast um launahækkanir til handa starfsmönnum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna.

Samningafundur hefst nú í hádeginu og að sögn Friðriks Atlasonar, eins af fulltrúum SFR í samninganefnd, er líklegt að samið verði um helgina og samningar í framhaldinu kynntir fyrir trúnaðarmönnum starfsmanna. Þar á eftir verður ákveðið hvort setuverkföllum, sem boðuð hafa verið í næstu viku, verði aflýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×