Dillandi og hjartastillandi 14. júlí 2006 16:00 Ekki veitir af smá suðrænum áhrifum fyrir íslenska sumarið Ife Tolentino leikur með Ómari og Óskari Guðjónssonum og Þorvaldi Þór Þorvaldssyni í Fríkirkjunni í kvöld. MYND/GVA Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino flytur ástríðufulla suðræna tónlist ásamt félögum sínum í Fríkirkjunni í kvöld. Þetta er fimmta Íslandsheimsókn Tolentinos en suðræna músíkin sem er hans sérgrein hefur fengið góðar viðtökur hérlendis. Kynni hans af Íslandi hófust fyrir nokkrum árum þegar saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, sem þá bjó í London, lék með hljómsveit hans og heillaðist af músíkinni. Þeim varð vel til vina og Tolentino þekktist boð félaga síns um að sækja hann heim á Íslandi. Það eru margar ástæður fyrir því að ég kem aftur og aftur, útskýrir Tolentino. Ég kem vegna vináttunnar, náttúrunnar og fólksins, það er svo fallegt. Svo er maturinn líka góður. Hann hefur nýlokið tónleikferð um landið ásamt Óskari Guðjónssyni og bróður hans Ómari sem leikur á gítar og trommuleikaranum Þorvaldi Þór Þorvaldssyni en þeir munu leika með honum í Fríkirkjunni í kvöld. Við vorum á Seyðisfirði síðast, það er alveg frábær staður og tónleikarnir heppnuðust mjög vel, segir hann. Tolention leikur hefðbundna samba- og bossanova-tónlist sem heyrist mjög sjaldan hér norður við ysta haf. Brasilísk tónlist hefur þó verið kynnt hér á landi. Tolentino segist samt hafa ákveðna sérstöðu. Ég kem nefnilega aftur og aftur og krefst þess að fólk hlusti, segir hann skellihlæjandi. Hann segir Íslendinga taka vel á móti tónlistinni og áréttar að engir tónleikar séu eins. Þessi tónlist er svona afslöppuð en grúvar vel. Það er líka mikið rými fyrir spuna og þá er frábært að spila með svona góðum tónlistarmönnum. Við verðum mjög skapandi og það gerist eitthvað alveg nýtt á hverjum tónleikum. Þess vegna er þetta aldrei leiðinlegt, útskýrir hann. Tónleikarnir eru að sögn alls ekkert hávaðasamir og þeir félagar eru víst lítið með læti. Kannski stundum þegar menn blása af innlifun í saxófóninn en þetta er engin trash-metal tónlist, segir söngvarinn sposkur. Ég hef séð fólk í áhorfendaskaranum sem er mjög alvarlegt á svipinn en svo kemur það eftir tónleikana og þakkar manni fyrir af því það er svo ánægt. Fólk segir að þessi tónlist færi hjartanu frið og hamingju - jafnvel þegar lögin eru sorgleg. En svo er náttúrulega hægt að hrista sig aðeins líka, útskýrir Tolentino. Við höfum haldið marga tónleika og oft kemur fólk til okkar eftir þá bara til þess að ræða um lífið og tilveruna, segir Tolentino sem vonast til að geta heimsótt Ísland árlega í framtíðinni. Ég held að fólkið á Íslandi sé svona indælt og hlýtt til þess að bæta upp kuldann hérna, segir hann að lokum. Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjast kl. 21 í kvöld. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino flytur ástríðufulla suðræna tónlist ásamt félögum sínum í Fríkirkjunni í kvöld. Þetta er fimmta Íslandsheimsókn Tolentinos en suðræna músíkin sem er hans sérgrein hefur fengið góðar viðtökur hérlendis. Kynni hans af Íslandi hófust fyrir nokkrum árum þegar saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, sem þá bjó í London, lék með hljómsveit hans og heillaðist af músíkinni. Þeim varð vel til vina og Tolentino þekktist boð félaga síns um að sækja hann heim á Íslandi. Það eru margar ástæður fyrir því að ég kem aftur og aftur, útskýrir Tolentino. Ég kem vegna vináttunnar, náttúrunnar og fólksins, það er svo fallegt. Svo er maturinn líka góður. Hann hefur nýlokið tónleikferð um landið ásamt Óskari Guðjónssyni og bróður hans Ómari sem leikur á gítar og trommuleikaranum Þorvaldi Þór Þorvaldssyni en þeir munu leika með honum í Fríkirkjunni í kvöld. Við vorum á Seyðisfirði síðast, það er alveg frábær staður og tónleikarnir heppnuðust mjög vel, segir hann. Tolention leikur hefðbundna samba- og bossanova-tónlist sem heyrist mjög sjaldan hér norður við ysta haf. Brasilísk tónlist hefur þó verið kynnt hér á landi. Tolentino segist samt hafa ákveðna sérstöðu. Ég kem nefnilega aftur og aftur og krefst þess að fólk hlusti, segir hann skellihlæjandi. Hann segir Íslendinga taka vel á móti tónlistinni og áréttar að engir tónleikar séu eins. Þessi tónlist er svona afslöppuð en grúvar vel. Það er líka mikið rými fyrir spuna og þá er frábært að spila með svona góðum tónlistarmönnum. Við verðum mjög skapandi og það gerist eitthvað alveg nýtt á hverjum tónleikum. Þess vegna er þetta aldrei leiðinlegt, útskýrir hann. Tónleikarnir eru að sögn alls ekkert hávaðasamir og þeir félagar eru víst lítið með læti. Kannski stundum þegar menn blása af innlifun í saxófóninn en þetta er engin trash-metal tónlist, segir söngvarinn sposkur. Ég hef séð fólk í áhorfendaskaranum sem er mjög alvarlegt á svipinn en svo kemur það eftir tónleikana og þakkar manni fyrir af því það er svo ánægt. Fólk segir að þessi tónlist færi hjartanu frið og hamingju - jafnvel þegar lögin eru sorgleg. En svo er náttúrulega hægt að hrista sig aðeins líka, útskýrir Tolentino. Við höfum haldið marga tónleika og oft kemur fólk til okkar eftir þá bara til þess að ræða um lífið og tilveruna, segir Tolentino sem vonast til að geta heimsótt Ísland árlega í framtíðinni. Ég held að fólkið á Íslandi sé svona indælt og hlýtt til þess að bæta upp kuldann hérna, segir hann að lokum. Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjast kl. 21 í kvöld.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“