Innlent

Börn valin fulltrúi Íslands í forvali til í Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturport hefur verið valin fulltrúi Íslands í forvali til Óskarsverðlaunanna 2007. Kosning meðal meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fór fram í gær og stóð valið milli Barna og Blóðbanda Árna Óla Ásgeirssonar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá akademíunni. Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles þann 25. febrúar næstkomandi og tilnefningar verða opinberaðar þann 23. janúar. Börn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem hefst í dag og er hún þar í flokki sem nefnist Zabaltegi og mun keppa um verðlaun fyrir leikstjórn og handrit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×