Innlent

Varað við vegaskemmdum í Hestfirði og Skötufirði

Frá Vestfjörðum.
Frá Vestfjörðum. MYND/Vilhelm

Vegagerðin varar við vegaskemmdum á vegi í Hestfirði og Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Hún segir að enn sé óveður víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Einnig eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×