Innlent

Sjötíu hrossum bjargað í Skagafirði

Unnið var að því í dag að bjarga um sjötíu hrossum sem urðu innlyksa vegna flóða í Héraðsvötnum í Skagafirði í gær en þau eru nú í rénun.

Bændur og björgunarsveitarmenn fóru í bítið í gær til að bjarga hrossum í þremur hópum af eylendi Skagafjarðar þar sem Héraðsvötn höfðu flætt yfir daginn áður. Björgunin gekk vonum framar þar sem sjatnað hafði í vötnunum.

Gunnlaugur Hrafn Jónsson, einn þeirra sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum, segir að þeir hafi náð hesti í taum og dregið hann og hinir hafi fylgt í humátt á eftir. Nokkrir hestanna hafi lenti í sundi í skurði á leiðinni og menn hafi haft áhyggjur af því en þetta hafi bjargast.

Vegurinn að bænum Húsabakka er mikið skemmdur af völdu flóðanna en hann lokaðist alveg um tíma. Karl Sigurjónsson hefur búið á bænum í yfir 30 ár og hefur aldrei séð vötnin í þessum ham áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×