Lífið

Sign fær góða dóma

Hljómsveitin Sign er að gera góða hluti um þessar mundir.
Hljómsveitin Sign er að gera góða hluti um þessar mundir.

Rokkhljómsveitin Sign fær góða dóma fyrir tónleika sína í Birmingham í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins virta Kerrang!

Blaðamaður telur Sign vera á hraðferð upp frægðarstigann í rokkheiminum og telur líklegt að hljómsveitin muni sjálf fylla stærri tónleikastaði á næstunni. Líkir hann Sign við hljómsveitina Vain en segir hljóminn vera nútímalegri og þyngri. Sign virðast hafa allt á tæru með söngvarann Zolberg með sírenuröddina í fararbroddi, sem er stjarna tilbúin að feta í fótspor Valos, segir blaðamaðurinn og á þar við söngvara hljómsveitarinnar Him.

Sign lýkur þriggja vikna tónleikaferð sinni um Evrópu á Mean Fiddler í London á fimmtudagskvöld. Sveitin hefur verið að hita upp fyrir Wednesday 13 sem er hljómsveit fyrrverandi söngvara Muderdolls.

Sign spilar á Íslandi á fimm tónleikum í næstu viku. Þeir fyrstu hefjast á Akranesi 13. október og þeir síðustu verða á NASA á Kerrang!-kvöldi Iceland Airwaves 20. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.