Erlent

Grannt fylgst með skírninni í Ástralíu

Það var ekki einungis í Danmörku þar sem fólk gerði sér glaðan dag í tilefni skírnar litla prinsins, sonar Friðriks krónsprins og Mary Donaldson. Hinum megin á hnettinum virtist hátíðarstemningin litlu síðri.

Mary Donaldsson, eiginkona Friðriks krónprins, er fædd á eynni Tasmaníu, sem er hluti Ástralíu, og frá því að þau Friðrik tóku að draga sig saman hafa Ástralir talið sig eiga örlítið í dönsku kongungsfjölskyldunni. Þar sem loksins var komið að því í morgun að þeirra eini konungborni landi fengi loksins nafn gerðu íbúar Sydney sér dagamun. Fánum var veifað og kökur bakaðar í tilefni dagsins, börn lömdu í sundur tunnur fylltar sælgæti í sundur öskudegi hérlendis og skylmst var að hætti víkinga. Ættingja Mary krónprinsessu var hins vegar hvergi að sjá enda voru þeir flestir staddir í rigningunni í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×