Innlent

Gjaldskrár borgarinnar hækka umfram verðbólgu

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna að hækkanir á verðskrám borgarinnar á nýrri fjárhagsáætlun nemi meiru en verðbólguáætlun sem miðað er við, við gerð nýrrar fjárhagsáætlunar. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að ekki mætti hækka gjaldskrár umfram verðbólgu var felld í morgun.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir hækkanir á verðskrám borgarinnar flestar nema í kringum 8,8%, en verðbólguspá upp á 4,5% var lögð til grunns við gerð fjárhagsáætlunarinnar.

Nánar í samantekt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×