Lífið

Trump er miiiikill ættjarðarvinur

Auðkýfingurinn Donald Trump hefur höfðað mál á hendur bænum Palm Beach í Florida vegna stefnu sem hann fékk fyrir að hafa of stóran bandarískan fána við klúbb sem hann á í bænum. Trump krefst tíu milljóna dollara í skaðabætur.

Samkvæmt skipulagsreglum mega flaggstangir ekki vera hærri en fimmtán metrar. Trump reisti hinsvegar þrjátíu metra háa stöng og á hana hengdi hann fána sem er fimm sinnum átta metra stór. Honum var stefnt fyrir athæfið og hefur nú gert gagnárás með skaðabótum.

Í röksemdafærslu lögfræðinga milljarðamæringsins segir meðal annars að stærð fánans sé í fullu samræmi við ættjarðarást hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.