Erlent

Fyrsti dökki þingmaðurinn á Ítalíu?

Hörundsdökkur þingmaður gæti í fyrsta sinn náð þingsæti á Ítalíu og það sem meira er, þingmannsefnið er líka kona. Auglýsingar Aminötu Fofana stinga nokkuð í stúf í öllu auglýsingafarganinu sem fylgir síðustu dögunum fyrir þingkosningarnar. Hún er konungborin og fæddist í Gíneu í Afríku. Fyrir röskum tveimur vikum bað leiðtogi græningja á Ítalíu hana um að bjóða sig fram fyrir flokkinn og hún svaraði kallinu. Fofana segist ætla að berjast fyrir réttindum kvenna og innflytjenda ef hún nær kjöri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×