Erlent

Síðasta vígið fallið

MYND/E.Ól.

Fuglaflensa af H5-stofni hefur greinst í dauðum svani í Fife í Austur-Skotlandi, að því er kemur fram í vefriti BBC. Nær allir íslenskir farfuglar koma við á Bretlandseyjum og sérstaklega á Skotlandi og hafa yfirvöld því ekki viljað fara á viðbúnaðarstig 2 fyrr en sjúkdómurinn greinist á Bretlandseyjum. Ef kemur í ljós að veiran er af H5N1-stofni sem berst í menn verður þess líklega ekki langt að bíða.

Ekki hefur enn fengist staðfest hvort veiran sé af H5N1 stofninum sem getur borist í menn og hefur valdið yfir 200 dauðsföllum en víst er að hún er af H5-stofni sem er bráðsmitandi meðal fugla.

Fife-hérað á Skotlandi, þar sem veiran greindist, er vinsælt fuglaskoðunarsvæði enda hafa margar tegundir farfugla þar viðkomu á leið sinni til og frá varpstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×