Erlent

Prestur grunaður um misnotkun á 20 börnum

Lögreglan á Ítalíu handtók í dag prest sem grunaður er um að hafa, í um áratug, misnotað yfir tuttugu börn úr sókninni hans. Saksóknarar hafa safnað vitnisburði um eitthundrað tilfelli frá um tuttugu drengjum. Þeir halda því fram að presturinn hafi misnotað þá kynferðislega á árunum 1993 - 2004. Verði presturinn, sem er 43 ára, fundinn sekur má hann búast við allt að 10 ára fangelsi.

 Rannsóknin hófst árið 2004 þegar eitt fórnarlambanna, sem er nú á þrítugsaldri, ákvað að kæra prestinn. Eftir það bárust kærur frá fleiri mönnum, sem höfðu þagað um málið árum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×