Erlent

Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu í Frakklandi

Mynd/AP

Til harðra átaka kom milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Frakklandi í gær. Lögreglan telur að um ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum en verkalýðsforystan telur að sú tala sé nær þremur milljónum. Lögreglan handtók um fjögurhundruð manns. Alsherjarverkföll voru víða um landið í gær en með tilgangur aðgerðanna var að mótmæla nýjum lögum um vinnulöggjöf í landinu. Lögin hafa vakið miklar deilur en þau auðvelda atvinnurekendum að segja ungu fólki upp. Almenningssamgöngur láu niður um mest allt Frakkland í gær og vinsælir ferðamannastaðir eins og Effelturninn voru lokaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×