Ástarsorg, hjónabönd og drykkjuskapur 29. desember 2006 12:30 1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fleiri fréttir Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit Sjá meira
1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fleiri fréttir Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit Sjá meira