Lífið

Kate Moss og Doherty gifta sig á morgun

Pete Doherty og Kate Moss ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupsveislan verður haldin á Ibiza í næsta mánuði.
Pete Doherty og Kate Moss ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupsveislan verður haldin á Ibiza í næsta mánuði.

Líklegt er talið að fyrirsætan Kate Moss muni loksins ganga að eiga vandræðagemsann Pete Doherty í þessari viku. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Doherty, sem er 27 ára, hafi sagt félögum sínum í hljómsveitinni Babyshambles að taka frá dag til að geta mætt í brúðkaupið. Hjónavígslan fer fram á borgarskrifstofunni í Fulham.

Pete valdi þann stað sjálfur því hann vildi vera sem næst heimavelli uppáhaldsliðs síns í enska boltanum, Queens Park Rangers.

„Bæði Kate og Pete hafa boðið nánum vinum og fjölskyldu sinni að hitta sig þar á föstudag. Þau hafa reyndar rifist talsvert um gestalistann því Kate vill ekki hafa alla vini Petes þarna. Hún segir að þeir gætu valdið vandræðum en Pete er ákveðinn í að þeir fái að koma,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

Sjálf brúðkaupsveislan fer svo fram á sumarleyfisstaðnum Ibiza í næsta mánuði. „Kate og Pete mæta til Ibiza 16. janúar til að fagna 33 ára afmæli hennar. Gestirnir koma svo tveimur dögum seinna.“

Ekki eru þó allir sáttir við þennan ráðahag, til að mynda Linda, móðir Kate. „Hún hefur reynt að fá Kate til að gera kaupmála en Kate tekur það ekki í mál. Kate lítur á sig og Pete sem nútíma Marianne Faithful og Mick Jagger.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.