Lífið

Þriðja konan í lífi Karls

Meira en náin vinur? Tiggy Legge Bourke er sögð hafa átt í ástarsambandi við Karl Bretaprins en hún gekk prinsunum í föðurstað eftir að hann skildi við Díönu.
Meira en náin vinur? Tiggy Legge Bourke er sögð hafa átt í ástarsambandi við Karl Bretaprins en hún gekk prinsunum í föðurstað eftir að hann skildi við Díönu.

Rannsóknarskýrslan um bílslys Díönu prinsessu og Dodi Al-Fayed hefur fengið misjöfn viðbrögð. Bresku götublöðin hafa keppst um að grafa eitthvað krassandi upp úr rúmlega átta hundruð síðna skýrslu Stevens lávarðs en meðal þess er meint þriðja konan í lífi Karls Bretaprins.

Skýrsla Stevens um bílslysið sem varð til þess að Díana prinsessa og elskhugi hennar, Dodi Fayed, létust var birt á fimmtudaginn. Hún var þrjú ár í vinnslu og var ætlað að svara þeim fjölmörgu samsæriskenningum sem hafa verið uppi. Fram kemur í skýrslunni að Díana var ekki í brúðkaupshugleiðingum og átti ekki von á barni eins og faðir Dodi Faeyd, Mohammed Al Fayed, hefur haldið fram. Þá er því vísað á bug að breska leyniþjónustan hafi haft eitthvað með málið að gera.

Breska blaðið The Daily Mail telur sig hafa fundið vísbendingar um að Díana prinsessa hafi óttast um líf sitt og erkifjenda síns, Camillu Parker Bowles, sem Karl er giftur í dag. Blaðið greinir frá því að lögfræðingur Díönu, lávarðurinn Mischon, hafi afhent forsvarsmönnum rannsóknarinnar á dauða Díönu minnisbréf þar sem hún lýsti yfir þungum áhyggjum að sér yrði rutt úr vegi til að rýma fyrir nýrri konu. Stevens lávarður viðurkenndi á blaðamannafundi að þetta væri rétt og að Díana hefði ekki verið að ræða um Camillu Parker, núverandi eiginkonu Karls.

Sú sem um ræðir er samkvæmt Daily Mail barnfóstran Tiggy Legge-Bourke en hún gekk prinsunum Harry og Vilhjálmi í móðurstað þegar foreldrar þeirra giftust. Samkvæmt skýrslunni var Díana þess fullviss að Karl og Bourke ættu í ástarsambandi. Hún er sögð hafa gengið á fóstruna í jólaboði árið 1995 þess fullviss að Bourke hefði misst fóstur eftir Karl. „Mér þykir fyrir því með barnið," á Díana að hafa sagt við Tiggy Legge. Daily Mail hafði í kjölfarið samband við Tiggy sem nú er gift og býr í Suður-Wales en hún sagðist ekki ætla að ræða við blöðin.

Stevens lávarður neitaði að nefna þriðju konuna á nafn í skýrslunni sem og á blaðamannafundi. Fram kom hins vegar að Karl prins kannaðist ekki við þessar áhyggjur Díönu á meðan þau voru gift og hafði ekki heyrt af þeim fyrr en einkaþjónn Díönu, Paul Burrell, birti minnisblaðið frá Mishcon árið 2003 í fjölmiðlum. „Hann kannaðist við nafnið og konuna sem fjölskylduvin en ekki komu fram neinar hugmyndir um að hann hyggðist giftast henni," segir í skýrslu Stevens.

Skýrsla Stevens lávarðar fékk blendin viðbrögð hjá breskum almenningi sem virðist sannfærður um að breska konungsfjölskyldan hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu hvað dauða Díönu varðar. Fjölskylda prinsessunnar af Wales lýsti því hins vegar yfir að hún væri sátt með niðurstöðuna og undir það tóku prinsarnir tveir, Harry og Vilhjálmur. Mohammed Al Fayed, faðir Dodi Fayed, sagði skýrsluna hins vegar argasta bull og hélt fast við sína skoðun um að leyniþjónusta Bretlands og konungsfjölskyldan hefðu ráðið son hans og Díönu af dögunum.

Vísar öllum sögusögnum um ástarsamband sitt við fóstruna á bug og segist ekki hafa heyrt af áhyggjum Díönu um líf sitt.


.
Dauði hennar er sagður mannlegur harmleikur og samkvæmt skýrslunni var ekki um neitt samsæri að ræða.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.