Lífið

Mikilvæg Pakkajól

Vigdís Jóhannsdóttir ásamt strákunum á Bylgjunni. Þau standa fyrir hinum svokölluðu Pakkajólum.
Vigdís Jóhannsdóttir ásamt strákunum á Bylgjunni. Þau standa fyrir hinum svokölluðu Pakkajólum. MYND/Vilhelm

Eins og undanfarin ár heldur útvarpsstöðin Bylgjan hin svokölluðu Pakkajól þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf fyrir jólin handa bágstöddum börnum á Íslandi.

Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þá sér Pósturinn um að koma gjöfunum endurgjaldslaust til skila.

Að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur, kynningarstjóra Bylgjunnar, voru þúsundir pakka gefnir fyrir síðustu jól og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Hún segir að þessar gjafir séu rosalega mikilvægar. „Miðað við þær lýsingar sem ég hef fengið bjargar þetta jólunum á hundruðum heimila. Við megum nefnilega ekki gleyma börnunum hérna heima,“ segir Vigdís.

Pakkajólin eru í ár unnin í samstarfi við Smáralind og Póstinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.