Lífið

Bjargaði gísl frá mannræningjum

Wyclef Jean er álitin hetja í heimalandi sínu, Haítí.
Wyclef Jean er álitin hetja í heimalandi sínu, Haítí.

Einum aðstoðarmanni tónlistar­mannsins Wyclef Jean var rænt af mannræningjum í Haítí á dögunum. Ræningjarnir kröfðust 250 þúsund dollara lausnargjalds fyrir manninn, en hann heitir Bidthlerson Brutus.

Wyclef neitaði að borga mannræningjunum lausnargjaldið og brá heldur á það ráð að tala til þeirra á tónleikum, fyrir framan tuttugu þúsund manns og fjölda sjónvarpsmyndavéla. „Ef mannræningjarnir eru þarna, hlustið á mig. Við verðum að hætta þessum mannránum, annars mun þjóðin aldei þróast,“ sagði Wyclef.

Aðstoðarmanninum var sleppt samdægurs endurgjaldslaust. Sögðu mannræningjarnir að þeir hefðu sleppt manninum vegna þess hve mikla aðstoð Wyclef hefði veitt bræðrum sínum og systrum í gleymdum fátækrahverfum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.