Lífið

Bingó á barnum

hinn Nýi vinabær? Barinn stefnir á að hafa bingókvöld einu sinni í viku til frambúðar.
hinn Nýi vinabær? Barinn stefnir á að hafa bingókvöld einu sinni í viku til frambúðar. MYND/Heiða

Barinn skiptir um gír og ýtir reglulegum bingókvöldum úr vör næstkomandi þriðjudagskvöld. „Það verða fimm vinningar á kvöldi,“ sagði Margrét Ósk Vilbergsdóttir, rekstrarstjóri Barsins í samtali við Fréttablaðið.

„Þeir verða nú ekkert risastórir, þetta er meira svona upp á stuðið,“ sagði hún. Barinn mun fá skemmtilega, þekkta bingóstjóra til sín til að hafa umsjón með leiknum, en hverjir þeir verða er enn á huldu.

Allur ágóði af sölu á bingóspjöldunum rennur til BUGL, að sögn Margrétar. „Það er verið að leggja nánast allt niður hjá þeim núna. Mér finnst þetta bara mjög gott málefni, og þau vantar sárlega pening,“ sagði hún.

Í hugum margra eru bingóspjöld órjúfanlega tengd ellilífeyrisþegum í Vinabæ, en Margrét segist halda að leikurinn höfði til allra aldurshópa. „Það finnst öllum gaman að spila bingó,“ sagði hún. „Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur en stefnum á að hafa þetta til frambúðar, alltaf einu sinni í viku,“ bætti hún við. Það er því bara að bíða og sjá hvort Barnum tekst að gera bingó hipp og kúl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.