Lífið

Jói og Gugga í heilagt hjónaband

Jói og Gugga gengu í heilagt hjónaband um síðustu helgi. Vegleg veisla var haldin í Tæknigarði.
Jói og Gugga gengu í heilagt hjónaband um síðustu helgi. Vegleg veisla var haldin í Tæknigarði.

„Þetta var mjög fallegt allt saman. Brúðkaupið var fallegt og veislan á eftir ekki síðri," segir sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í Kompási. Á laugardaginn síðasta gengu þau Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga, unnusta hans, í heilagt hjónaband.

Landsmenn þekkja þau skötuhjúin eflaust betur undir nöfnunum Jói og Gugga, en þau hafa verið fastagestir í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 síðasta árið. Þar hafa sjónvarpsáhorfendur getað fylgst með þeim berjast við eiturlyfjafíkn sína. Síðast þegar fréttist af Jóa og Guggu höfðu þau farið í meðferð og bjuggu í húsnæði á vegum Krossins. Það var einmitt Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sem gaf þau saman.

„Það voru reyndar ekki margir gestir í brúðkaupinu en þetta var góðmennt. Kompás var að sjálfsögðu á staðnum, enda var þetta stór stund í lífi þeirra Jóa og Guggu," segir Jóhannes Kr. Hann fæst ekki til að upplýsa hvernig Jóa og Guggu hafi gengið að berjast við eiturlyfjafíkn sína að undanförnu, segir að það komi í ljós í næsta þætti sínum. En hvað gaf Jóhannes og Kompásfólkið vinum sínum í brúðkaupsgjöf?

„Við erum nú ekki enn búin að gefa þeim brúðkaupsgjöf en við munum færa þeim alla þættina sem þau hafa verið í á diskum fljótlega," segir Jóhannes.

Eftir að Gunnar Þorsteinsson hafði gefið brúðhjónin saman var haldin vegleg veisla í Tæknigarði. „Það var fólk sem gaf þeim veisluna. Eftir að það sá síðasta þátt ákvað það að hjálpa þeim Jóa og Guggu. Mjög fallegt af þeim," segir Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jói og Gugga staðfestu ást sína í Krossinum.


.
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum gaf þau Jóa og Guggu saman.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.