Lífið

Vill prófa aðra hluti

Óskarsverðlaunahafinn ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndaleik.
Óskarsverðlaunahafinn ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndaleik.

Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage ætlar að taka sér hlé frá leiklistinni til að einbeita sér að öðrum áhugamálum á borð við sjálfstæða kvikmyndagerð.

„Mér finnst ég hafa leikið í mörgum kvikmyndum og núna vil ég skoða önnur verkefni, hvort sem það er að semja eða gera eitthvað annað.

Cage var nýverið verðlaunaður fyrir kvikmyndaferil sinn á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Nassau.

Sir Sean Connery afhenti honum verðlaunin. „Nic er algjör fagmaður og hefur hluti fram að færa sem gera það að verkum að það er mjög gaman að vinna með honum,“ sagði Connery.

Á meðal nýjustu mynda Cage eru World Trade Centre og The Wicker Man. Átta kvikmyndir sem Cage leikur í koma út á næstu tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.