Lífið

Einar Ágúst aftur á svið á næstunni

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson verður í aðalhlutverki á Domo 22. desember.
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson verður í aðalhlutverki á Domo 22. desember.

Umboðsmaðurinn Páll Eyjólfsson, Palli Papi, hefur safnað saman athyglisverðri samsuðu tónlistarmanna úr öllum áttum, í hljómsveit sem kallast Phönix og mun leika á nýja staðnum Domo

22. desember.

 „Það vantaði hljómsveit á staðinn fyrir þetta eina kvöld þannig að þetta er ekkert endilega band sem er að fara í gang,“ segir Palli en hann hafði samband við Júlíus í Skítamóral, Vigni Snæ úr Írafári, Benedikt Brynleifsson, trommara úr 200 þúsund naglbítum og Bo Hall og Einar Ágúst Víðisson söngvara, sem hefur snúið lífi sínu til betri vegar og mun vera hressari en nokkru sinni.

„Það er ekkert búið að forma þetta sem hljómsveit heldur er þetta bara svona „happening“,“ segir Palli. „Þetta er bara eitt gigg sem þeir ætla að taka og ekkert meira planað með það,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.