Lífið

Kidman ekki ófrísk

Ástralska leikkonan segist ekki vera ófrísk.
Ástralska leikkonan segist ekki vera ófrísk.

Leikkonan Nicole Kidman hefur vísað á bug sögusögnum um að hún sé ófrísk eftir eiginmann sinn, sveitasöngvarann Keith Urban.

Kidman á tvö ættleidd börn með Tom Cruise, þau Isabellu sem er þrettán ára og hinn ellefu ára Conor. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig orðrómurinn fór á kreik. „Ég er ekki ófrísk. Eina stundina segir fólk að ég sé of grönn og þá næstu er ég of feit og þá hlýt ég að eiga von á barni. Þetta er mjög ruglingslegt," sagði Kidman. „Mamma hringdi í mig og spurði hvort ég væri ófrísk. Ég sagði að hún yrði sú fyrsta sem myndi vita af því. Síðan hlógum við bara af þessu því það er ekkert mikið annað hægt að gera."

Kidman og Urban hafa átt í erfiðleikum að undanförnu eftir að kom í ljós að Urban væri aftur farinn að neyta vímuefna. Fór hann í framhaldinu í meðferð til að ráða bót á vanda sínum.

Kidman var sjálf í fréttum fyrir skömmu fyrir að vera orðin tekjhæsta leikkonan í Hollwyood. Fær hún um 1,1 milljarð króna fyrir hverja mynd. Hrifsaði hún toppsætið af Juliu Roberts sem hafði setið þar samfleytt í fjögur ár.

Kidman og Urban hafa átt í vandræðum í hjónabandinu að undanförnu.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.