Lífið

Lokuð inni í skóla

Lokaðist inni í skóla á Indlandi þegar ólæti brutust út milli foreldra og lífvarða hennar.
Lokaðist inni í skóla á Indlandi þegar ólæti brutust út milli foreldra og lífvarða hennar.

Leikkonan heimsfræga var föst inni í skóla eftir að læti brustust út á tökustað nýjustu myndar hennar á Indlandi. Lætin brustust út meðal foreldra þegar verið var að taka upp atriði í myndinni „A mighty heart" í strætó við hliðina á skóla. Fannst foreldrum lífverðir Jolie vera að hóta börnunum og brutust því út ólæti á skólalóðinni meðal fjölda manna.

Jolie var því komið fyrir inni í skólanum ásamt börnunum og fékk að dúsa þar í smá tíma. Jolie er stödd á Indlandi ásamt börnum sínum þremur og kærasta, Brad Pitt, en hann er einmitt framleiðandi myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.