Lífið

Heitasta andlitið í dag

Jessica Stam lítur ekki út fyrir að vera aðeins tvítug í þessum glæsilega bleika og svarta síðkjól.
Jessica Stam lítur ekki út fyrir að vera aðeins tvítug í þessum glæsilega bleika og svarta síðkjól.

Nafn fyrirsætunnar Jessicu Stam er á hvers manns vörum þessa dagana. Hún er vinsælasta andlitið í tískuheiminum í dag þrátt fyrir að vera aðeins tvítug á þessu ári. Stam hefur verið á forsíðum helstu tímarita heims og er meðal annars bæði andlit Marc Jacobs og MiuMiu auglýsingaherferðanna.

Stam var uppgötvuð á kaffihúsi í Kanada aðeins 16 ára gömul. Hún ólst upp á sveitabæ þar á landi með sex systkinum og því var fyrirsætuheimurinn henni all ókunnur og langaði hana að verða tannlæknir þegar hún var lítil. Fyrirsætubransinn var því enginn langþráður draumur eins og hjá flestum stelpum.

Stam er núna að komast inn í skemmtanalíf tískubransans hægt og bítandi en hún er kærasta söngvara Red Hot Chili Peppers, hins 43 ára Anthony Kiedis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.