Lífið

Baulað á Jackson

Popparinn heimsfrægi steig á svið í fyrsta sinn síðan hann var sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun.
Popparinn heimsfrægi steig á svið í fyrsta sinn síðan hann var sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun. MYND/Ap

Tónlistarmaðurinn Michael Jackson, sem eitt sinn kallaði sig konung poppsins, söng hluta af laginu We Are The World þegar Heimstónlistarverðlaunin voru afhent í London. Jackson söng aðeins tvö viðlög ásamt fimmtíu manna kór og eftir það fleygði hann jakka sínum til áhorfenda.

Þetta var í fyrsta sinn sem Jackson steig á svið síðan hann var sýknaður af ákærum um kynferðislega misnotkun. Tvívegis var baulað á Jackson. Fyrst þegar hann mætti til athafnarinnar án þess að heilsa aðdáendum sínum sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir honum fyrir utan húsið og aftur þegar hann yfirgaf sviðið og hann tók á móti heiðursverðlaunum sínum án þess að syngja Thriller eins og búist hafði verið við. Jackson þakkaði aðdáendum sínum þegar hann tók á móti verðlaununum. „Ég elska ykkur. Guð hefur svarað mínum bænum. Thriller er nú mest selda plata allra tíma með 140 milljónir seldra eintaka. Ég elska alla aðdáendur mína af öllu hjarta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.