Dansaði fyrir milljónir Breta 5. nóvember 2006 10:00 Helga Dögg keppti í þættinum Strictly Dance Fever og komst alla leið í úrslit. Hún var því miður sú fyrsta sem kosin var heim. MYND/Hörður "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga. Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira
"Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga.
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira