Lífið

Fordrekaður Íslendingur fær misskiptingu í æð

Silja og Sigur Rós. Hópurinn dvaldist í rúma viku í Svasílandi.
Silja og Sigur Rós. Hópurinn dvaldist í rúma viku í Svasílandi.

Hljómsveitin Sigur Rós hélt fyrir tveimur vikum síðan til Svasílands þar sem þeir félagar kynntu sér hjálparstarf UNICEF og lögðu sitt af mörkum í baráttunni gegn alnæmi. Kvikmyndagerðarkonan Silja Hauksdóttir var með í för og festi þessa ótrúlegu för á mynd en væntanlega verður sjónvarpsþáttur um ferð Sigur Rósar sýndur á Stöð 2 1. desember sem er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi.

Silja og Sigur Rós voru þarna í heila viku og fylgdist leikstjórinn með strákunum hjálpa UNICEF að gera verk dagsins og hjálpa krökkunum að komast í gegnum daginn. Mikil neyð ríkir í Svasílandi en þar hæsta hlutfall HIV-smitaðra í öllum heiminum.

Silja kom heim frá Afríkuríkinu fyrir viku síðan og var eiginlega enn að jafna sig eftir ferðalagið. Ég var búin að undirbúa mig eins mikið og ég gat en það var voðalega erfitt þegar ég í raun vissi ekkert hvað ég var að fara útí,¿ útskýrir Silja sem segir þetta hafa verið magnaða upplifun.

"Ég var náttúrlega að mynda og reyndi að halda ákveðinni fjarlægð enda kom ég með til að miðla til Íslands en ekki upplifa, segir leikstjórinn en bætir síðan við að þegar hún hafi skoðað myndefnið hafi hún gert sér grein fyrir hversu mikil neyðin í raun er. Það var mjög erfitt að sjá þessar aðstæður sem fólkið lifir við og skrýtið að vera fordrekaður Íslendingur sem fær síðan misskiptinguna beint í æð," segir Silja. Þetta var hálfgerð opinberun.

Silja segir að samtökin séu mjög vön því að taka á móti hópum eins og þessum. Þarna hafi hins vegar ekki verið neitt símasamband og ef hún vildi ræða við einhvern þá kostaði það klukkutíma bíltúr.

"Við urðum í raun að kúpla okkur niður úr fimmta gírnum frá Íslandi yfir í fyrsta gír með fjórhjóladrifi ef þannig má að orði komast," sagði Silja sem hugsanlega mun leggja land undir aftur en í undirbúningi er ferð hennar til Síerra Leóne og Gínea-Bissá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.