Lífið

Stal Bond bílnum

Craig aðstoðaði Mikkelsen við „þjófnaðinn“ enda væntanlega séð að Daninn væri langþreyttur á að horfa uppá sig keyra um í glæsibifreiðum.
Craig aðstoðaði Mikkelsen við „þjófnaðinn“ enda væntanlega séð að Daninn væri langþreyttur á að horfa uppá sig keyra um í glæsibifreiðum.

Að leika þrjótinn í Bond-mynd getur verið skemmtilegt en það kostar líka að þú færð ekki jafn flottar græjur og leyniþjónustumaðurinn. Mads Mikkelsen lét það ekki aftra sér.

Persóna Mikkelsen, Le Chiffre, fær ekki flott tól og tæki til að ráða við breska kvennagullið og þurfti Mikkelsen því að horfa uppá meðleikara sinn keyra hverja glæsibifreiðina af fætur annarri. Vefútgáfa Ekstra Bladet greindi hins vegar frá því á föstudaginn að danski leikarinn hefði ekki látið græjuleysið aftra sér því Mikkelsen ákvað kvöld eitt að taka völdin í sínar eigin hendur og fékk Daniel Craig með sér lið. Ekstra bladet vitnar í breska blaðið The Daily Record sem greindi frá því að félagarnir hafi rænt fokdýrum Aston Martin og spænt upp malbikið á glæsikerrunni.

Mikkelsen „Rændi“ Aston Martin bifreið James Bond í nýjustu Casino Royal-myndinni og tók smá rúnt sem hefði getað reynst honum dýrkeyptur.

„Þið megið alls ekki segja neinum frá þessu því ég var nefnilega ekki tryggður fyrir bílnum, bara Daniel,“ sagði Mikkelsen við breska blaðið sem þýddi að ef leikarinn danski hefði keyrt á eða eyðilagt bílinn á annan hátt yrði kostnaðurinn dregin af laununum. Aston Martin bíllinn sem þeir félagar tóku í leyfisleysi er líka einstakur í sinni röð og væntanlega laun Mikkelsen fyrir hlutverkið hefðu horfið á augabragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.