Lífið

Óður til ástarinnar

Fyrsta plata Skakkamanage sveitarinnar er komin út. Nefnist hún Lab of Love.
Fyrsta plata Skakkamanage sveitarinnar er komin út. Nefnist hún Lab of Love. MYND/Hörður Sveinsson

Hljómsveitin Skakkamanage hefur gefið út sína fyrstu plötu. Nefnist hún Lab of Love og kemur út á vegum Smekkleysu.

Skakkamanage hefur áður gefið út sjö tommu vínylplötu með tveimur lögum sem kom út fyrir um það bil ári. „Við höfum verið að vinna í þessari plötu alveg síðan þá," segir Svavar Pétur Eysteinsson. „Þessi plata er bæði hress og dramatísk og róleg og allt þar á milli. Þetta er óður til ástarinnar og daglega lífsins," segir Svavar.

Skakkamanage var stofnuð í ársbyrjun 2004 af Svavari, Berglindi Hässler og Þormóði Dagssyni. „Þegar við fórum að taka upp plötuna ákváðum við að það væri gaman að þétta bandið og fengum fólk til að spila með okkur," segir Svavar. Þeir sem hafa bæst við sveitina, sem nú er orðin sex manna, eru Örvar úr múm, Björn Kristjánsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson úr Flís.

Næstu tónleikar Skakkamanage verða í Smekkleysubúðinni klukkan 17 í dag. Á morgun spilar sveitin síðan í Máli og menningu. Útgáfutónleikar verða haldnir 14. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.