Lífið

Duran sátt við Justin

Söngvarinn Simon Le Bon er hæstánægður með frammistöðu Justin og Timbaland.
Söngvarinn Simon Le Bon er hæstánægður með frammistöðu Justin og Timbaland.

Poppsveitin Duran Duran þurfti að breyta upptökuaðferðum sínum til muna til að halda í við þá Justin Timberlake og Timbaland sem aðstoða sveitina við gerð nýrrar plötu.

Justin vinnur mjög hratt. Við erum vanalega mjög rólegir í tíðinni. Þetta var mikil áskorun og við þurftum að breyta spilamennsku okkar, sagði söngvarinn Simon Le Bon.

Þetta er það besta sem gat komið fyrir okkur. Við erum endurnærðir og lögin eru frábær. Við erum pottþétt komnir með tvö góð smáskífulög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.