Lífið

Fádæma vinsældir, fræðsla og fjör

Fastasýningar Landnámssetursins, um landnám Íslands og um Egilsögu, hafa einnig vakið athygli gesta en farið er í gegnum sýningarrými með hljóðleiðsögn sem tekur um hálftíma í flutningi. Einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn fyrir börn sem hefur mælst einkar vel fyrir.
Fastasýningar Landnámssetursins, um landnám Íslands og um Egilsögu, hafa einnig vakið athygli gesta en farið er í gegnum sýningarrými með hljóðleiðsögn sem tekur um hálftíma í flutningi. Einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn fyrir börn sem hefur mælst einkar vel fyrir. MYND/Heiða

Í Landnámssetrið í Borgarnesi sækir fólk á öllum aldri sér fræðslu og skemmtun af ýmsum toga. Langvinsælust er þó leiksýningin Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson. Uppselt er á allar sýningar í október og lýkur þeim þá á þessu ári, þar sem Benedikt hverfur til annarra verkefna. Hann vinnur nú sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu og að kvikmynd eftir eigin handriti.

Sýningin verður tekin upp á ný á næstu vormánuðum og er þegar farið að selja miða á sýningar í apríl.

Fastasýningar Landnámssetursins, um landnám Íslands og um Egilsögu, hafa einnig vakið athygli gesta en farið er í gegnum sýningarrými með hljóðleiðsögn sem tekur um hálftíma í flutningi. Einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn fyrir börn sem hefur mælst einkar vel fyrir.

Gestum býðst einnig að rölta um söguslóðir í nágrenninu í fylgd Kjartans Ragnarssonar sem hefur skipulagt ævintýralegan ratleik í fótspor Þorgerðar Brákar og Skalla-Gríms sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og látið reyna á glámskyggni sína og minni.

Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og 11-20 um helgar. Nánari upplýsingar er að finna á www.landnamssetur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.