Féll fyrir Íslandi og ætlar ekki aftur til Skotlands 24. september 2006 10:15 Rory McCann segir margt líkt með Íslandi og heimalandinu Skotlandi. „Ég kann ofboðslega vel við mig úti á landi og hálendið heillar. Ísland hefur það umfram Skotland hvað mig varðar að hér er allt nýtt og framandi. Ég er mikið fyrri fjallgöngur og klettaklifur þannig að það er nóg fyrir mig að gera hérna.“ Skoski leikarinn Rory McCann kom til Íslands í byrjun september ásamt landa sínum, stallbróður og góðvini Gerard Butler til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Bjólfskviðu. Gerard leikur sjálfan Bjólf en Rory leikur Breka vopnabróður hans. Butler er löngu farinn af landi brott en Rory hefur ákveðið að setjast hér að. "Ég hef verið rótlaus síðustu ár. Hef unnið mikið í útlöndum og á milli starfa hef ég bara þvælst um þannig að ég hef í raun verið heimilislaus," segir Rory sem er að festa sér leiguíbúð í Reykjavík. "Ég kann svo vel við mig hérna og finnst fólkið alveg frábært þannig að ég frestaði fluginu mínu heim dag eftir dag og endaði bara með því að ákveða að búa hérna," segir Rory sem hefur gist hjá vinum og kunningjum í Reykjavík síðustu vikur. "Ég er búinn að vera á svolitlum þvælingi en er að koma mér upp eigin heimili." Rory segist hafa kolfallið fyrir Íslandi þegar hann lék í Bjólfskviðu og íslenskt veður í sínum versta ham gerði hann síður en svo afhuga landinu. "Ég hef gaman að veðrinu hérna og þegar mest gekk á og tökum var frestað vegna veðurs og okkur ráðlagt að halda okkur inni þá dreif ég mig út og spilaði jafnvel golf í óveðrinu." Rory auk Bjólfskviðu til dæmis leikið í Alexander eftir Oliver Stone og sjónvarpsþáttunum State of Play og Hálandahöfðingjanum sem báðir hafa verið sýndir í sjónvarpi hérna. Hann gerir lítið úr því að það skerði atvinnumöguleika sína að búa á Íslandi. "Ef eitthvað kemur upp þá skýst ég bara yfir. Þar fyrir utan er það álíka mikið mál að koma sér frá Reykjavík til London og frá skosku hálöndunum. Ferðalögin til og frá Íslandi koma samt auðvitað til með að kosta eitthvað en það verður bara að hafa það. Ég er orðinn þreyttur á Glasgow og hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af London. Hér líður mér vel og hér vil ég vera." Rory segist vera með ýmis verkefni í sjónmáli en enn sem komið er sé ekkert fast í hendi og þangað til hann fær eitthvað bitastætt að gera ætlar hann að njóta lífsins í Reykjavík. "Það er frábært að vera hérna og það er gott að vera á lausu í Reykjavík en ég er fyrst að fá að kynnast því núna." Rory segir það vissulega hafa komið flatt upp á vini sína og ættingja heima að hann skyldi ákveða það fyrirvaralaust að setjast að á Íslandi. "Þau velta auðvitað mikið fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi hérna og ég veit að sumir hrista hausinn en flestir vilja koma hingað og hafa haft áhuga á því lengi." Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann kom til Íslands í byrjun september ásamt landa sínum, stallbróður og góðvini Gerard Butler til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Bjólfskviðu. Gerard leikur sjálfan Bjólf en Rory leikur Breka vopnabróður hans. Butler er löngu farinn af landi brott en Rory hefur ákveðið að setjast hér að. "Ég hef verið rótlaus síðustu ár. Hef unnið mikið í útlöndum og á milli starfa hef ég bara þvælst um þannig að ég hef í raun verið heimilislaus," segir Rory sem er að festa sér leiguíbúð í Reykjavík. "Ég kann svo vel við mig hérna og finnst fólkið alveg frábært þannig að ég frestaði fluginu mínu heim dag eftir dag og endaði bara með því að ákveða að búa hérna," segir Rory sem hefur gist hjá vinum og kunningjum í Reykjavík síðustu vikur. "Ég er búinn að vera á svolitlum þvælingi en er að koma mér upp eigin heimili." Rory segist hafa kolfallið fyrir Íslandi þegar hann lék í Bjólfskviðu og íslenskt veður í sínum versta ham gerði hann síður en svo afhuga landinu. "Ég hef gaman að veðrinu hérna og þegar mest gekk á og tökum var frestað vegna veðurs og okkur ráðlagt að halda okkur inni þá dreif ég mig út og spilaði jafnvel golf í óveðrinu." Rory auk Bjólfskviðu til dæmis leikið í Alexander eftir Oliver Stone og sjónvarpsþáttunum State of Play og Hálandahöfðingjanum sem báðir hafa verið sýndir í sjónvarpi hérna. Hann gerir lítið úr því að það skerði atvinnumöguleika sína að búa á Íslandi. "Ef eitthvað kemur upp þá skýst ég bara yfir. Þar fyrir utan er það álíka mikið mál að koma sér frá Reykjavík til London og frá skosku hálöndunum. Ferðalögin til og frá Íslandi koma samt auðvitað til með að kosta eitthvað en það verður bara að hafa það. Ég er orðinn þreyttur á Glasgow og hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af London. Hér líður mér vel og hér vil ég vera." Rory segist vera með ýmis verkefni í sjónmáli en enn sem komið er sé ekkert fast í hendi og þangað til hann fær eitthvað bitastætt að gera ætlar hann að njóta lífsins í Reykjavík. "Það er frábært að vera hérna og það er gott að vera á lausu í Reykjavík en ég er fyrst að fá að kynnast því núna." Rory segir það vissulega hafa komið flatt upp á vini sína og ættingja heima að hann skyldi ákveða það fyrirvaralaust að setjast að á Íslandi. "Þau velta auðvitað mikið fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi hérna og ég veit að sumir hrista hausinn en flestir vilja koma hingað og hafa haft áhuga á því lengi."
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira