Féll fyrir Íslandi og ætlar ekki aftur til Skotlands 24. september 2006 10:15 Rory McCann segir margt líkt með Íslandi og heimalandinu Skotlandi. „Ég kann ofboðslega vel við mig úti á landi og hálendið heillar. Ísland hefur það umfram Skotland hvað mig varðar að hér er allt nýtt og framandi. Ég er mikið fyrri fjallgöngur og klettaklifur þannig að það er nóg fyrir mig að gera hérna.“ Skoski leikarinn Rory McCann kom til Íslands í byrjun september ásamt landa sínum, stallbróður og góðvini Gerard Butler til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Bjólfskviðu. Gerard leikur sjálfan Bjólf en Rory leikur Breka vopnabróður hans. Butler er löngu farinn af landi brott en Rory hefur ákveðið að setjast hér að. "Ég hef verið rótlaus síðustu ár. Hef unnið mikið í útlöndum og á milli starfa hef ég bara þvælst um þannig að ég hef í raun verið heimilislaus," segir Rory sem er að festa sér leiguíbúð í Reykjavík. "Ég kann svo vel við mig hérna og finnst fólkið alveg frábært þannig að ég frestaði fluginu mínu heim dag eftir dag og endaði bara með því að ákveða að búa hérna," segir Rory sem hefur gist hjá vinum og kunningjum í Reykjavík síðustu vikur. "Ég er búinn að vera á svolitlum þvælingi en er að koma mér upp eigin heimili." Rory segist hafa kolfallið fyrir Íslandi þegar hann lék í Bjólfskviðu og íslenskt veður í sínum versta ham gerði hann síður en svo afhuga landinu. "Ég hef gaman að veðrinu hérna og þegar mest gekk á og tökum var frestað vegna veðurs og okkur ráðlagt að halda okkur inni þá dreif ég mig út og spilaði jafnvel golf í óveðrinu." Rory auk Bjólfskviðu til dæmis leikið í Alexander eftir Oliver Stone og sjónvarpsþáttunum State of Play og Hálandahöfðingjanum sem báðir hafa verið sýndir í sjónvarpi hérna. Hann gerir lítið úr því að það skerði atvinnumöguleika sína að búa á Íslandi. "Ef eitthvað kemur upp þá skýst ég bara yfir. Þar fyrir utan er það álíka mikið mál að koma sér frá Reykjavík til London og frá skosku hálöndunum. Ferðalögin til og frá Íslandi koma samt auðvitað til með að kosta eitthvað en það verður bara að hafa það. Ég er orðinn þreyttur á Glasgow og hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af London. Hér líður mér vel og hér vil ég vera." Rory segist vera með ýmis verkefni í sjónmáli en enn sem komið er sé ekkert fast í hendi og þangað til hann fær eitthvað bitastætt að gera ætlar hann að njóta lífsins í Reykjavík. "Það er frábært að vera hérna og það er gott að vera á lausu í Reykjavík en ég er fyrst að fá að kynnast því núna." Rory segir það vissulega hafa komið flatt upp á vini sína og ættingja heima að hann skyldi ákveða það fyrirvaralaust að setjast að á Íslandi. "Þau velta auðvitað mikið fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi hérna og ég veit að sumir hrista hausinn en flestir vilja koma hingað og hafa haft áhuga á því lengi." Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann kom til Íslands í byrjun september ásamt landa sínum, stallbróður og góðvini Gerard Butler til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Bjólfskviðu. Gerard leikur sjálfan Bjólf en Rory leikur Breka vopnabróður hans. Butler er löngu farinn af landi brott en Rory hefur ákveðið að setjast hér að. "Ég hef verið rótlaus síðustu ár. Hef unnið mikið í útlöndum og á milli starfa hef ég bara þvælst um þannig að ég hef í raun verið heimilislaus," segir Rory sem er að festa sér leiguíbúð í Reykjavík. "Ég kann svo vel við mig hérna og finnst fólkið alveg frábært þannig að ég frestaði fluginu mínu heim dag eftir dag og endaði bara með því að ákveða að búa hérna," segir Rory sem hefur gist hjá vinum og kunningjum í Reykjavík síðustu vikur. "Ég er búinn að vera á svolitlum þvælingi en er að koma mér upp eigin heimili." Rory segist hafa kolfallið fyrir Íslandi þegar hann lék í Bjólfskviðu og íslenskt veður í sínum versta ham gerði hann síður en svo afhuga landinu. "Ég hef gaman að veðrinu hérna og þegar mest gekk á og tökum var frestað vegna veðurs og okkur ráðlagt að halda okkur inni þá dreif ég mig út og spilaði jafnvel golf í óveðrinu." Rory auk Bjólfskviðu til dæmis leikið í Alexander eftir Oliver Stone og sjónvarpsþáttunum State of Play og Hálandahöfðingjanum sem báðir hafa verið sýndir í sjónvarpi hérna. Hann gerir lítið úr því að það skerði atvinnumöguleika sína að búa á Íslandi. "Ef eitthvað kemur upp þá skýst ég bara yfir. Þar fyrir utan er það álíka mikið mál að koma sér frá Reykjavík til London og frá skosku hálöndunum. Ferðalögin til og frá Íslandi koma samt auðvitað til með að kosta eitthvað en það verður bara að hafa það. Ég er orðinn þreyttur á Glasgow og hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af London. Hér líður mér vel og hér vil ég vera." Rory segist vera með ýmis verkefni í sjónmáli en enn sem komið er sé ekkert fast í hendi og þangað til hann fær eitthvað bitastætt að gera ætlar hann að njóta lífsins í Reykjavík. "Það er frábært að vera hérna og það er gott að vera á lausu í Reykjavík en ég er fyrst að fá að kynnast því núna." Rory segir það vissulega hafa komið flatt upp á vini sína og ættingja heima að hann skyldi ákveða það fyrirvaralaust að setjast að á Íslandi. "Þau velta auðvitað mikið fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi hérna og ég veit að sumir hrista hausinn en flestir vilja koma hingað og hafa haft áhuga á því lengi."
Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira