Lífið

Ekki fyrir nútímapopp

Sting
Sting

Tónlistarmaðurinn Sting segist ekki vera hrifinn af nútímapoppurum á borð við Justin Timberlake og Beyonce Knowles. „Tónlistin í dag er ekki sniðin að mínum þörfum. Ég skil hvorki Beyonce né Justin Timberlake. Fyrir mér er söngur andlegt ferðalag,“ segir Sting. Er honum illa við að tónlist sé sköpuð með tilliti til plötusölu og stöðu á vinsældarlistum.

Nýjasta plata Sting, Songs From the Labyrinth, er væntanleg. Segir Sting hljóminn vera lífrænan en platan var tekin upp á heimili hans í Tuscany.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.