Lífið

Phillips ákærður

Lou Diamond Phillips. Leikarinn sem sló í gegn í La Bamba er í slæmum málum.
Lou Diamond Phillips. Leikarinn sem sló í gegn í La Bamba er í slæmum málum.

Leikarinn Lou Diamond Phillips hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Er hann sakaður um að hafa ráðist á kærustu sína í síðasta mánuði.

Phillips er sagður hafa lent í rifrildi við kærustuna og endaði það með barsmíðum. Á hann yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisvist og um 140 þúsund króna sekt verði hann fundinn sekur.

Phillips, sem er 44 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum La Bamba og Stand and Deliver. Ferill hans hefur legið niður á við undanfarin ár. Hefur hann mestmegnis komið fram í gestahlutverkum í sjónvarpsþáttum á borð við Law & Order og 24.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.