Lífið

Baulað á Beyoncé

Söngkonan og fyrirsætan Kelle Bryan og Colleen Shannon tilkynnntu hvaða lag hefði verið valið það besta á Mobo-hátíðinni.
Söngkonan og fyrirsætan Kelle Bryan og Colleen Shannon tilkynnntu hvaða lag hefði verið valið það besta á Mobo-hátíðinni.

Verðlaunahátíðin Mobo fór fram í London á miðvikudagskvöldið en það er uppskeruhátíð svartra tónlistarmanna hvaðanæva í heiminum. Sigurvegarar kvöldsins voru þær Corinne Bailey Rae og Beyoncé Knowles en þær deildu fimm helstu verðlaununum með sér. Knowles var útnefnd besta alþjóðlega söngkonan og þá var Deja Vu valið besta lagið og besta myndbandið en Knwoles flytur það ásamt unnusta sínum, Jay-Z.

Corinne Bailey Rae var kosin besta söngkonan á Bretlandseyjum auk þess sem hún var útnefnd besti nýliðinn. Hiphop-hljómsveitin Black Eyed Peas var verðlaunuð sem besta hljómsveit ársins og Jay-Z var kosinn besti karlkyns listamaðurinn á alþjóðlega vísu en hvorki hann né Beyoncé mættu til að veita verðlaununum viðtöku. Áhorfendur í sal voru augljóslega ekki ánægðir með þá framkomu og bauluðu þegar tilkynnt var um sigur söngkonunnar í flokknum „besta alþjóðlega söngkonan“ og grínaðist kynnirinn Gina Yashere með að fyrst Beyoncé væri ekki mætt gæti hún bara tekið verðlaunin með sér heim.

Lemar var kjörinn besti karlkyns listamaðurinn á Bretlandi, Akala var útnefndur besti hiphop-listamaðurinn, Sean Paul fékk verðlaun sem besti reggae-tónlistarmaðurinn og Rihanna var kjörin besti R&B-tónlistarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.