Lífið

Glamúrinn víkur fyrir hverdagsleikanum

Rauður TÓNAR Vínrauður kinnalitur og varalitur. Mikill maskari er einnig málið hér.
Rauður TÓNAR Vínrauður kinnalitur og varalitur. Mikill maskari er einnig málið hér.

Tíska og förðun haldast ávallt vel í hendur og þar sem glamúrinn tónast niður þetta árið og hversdagsleikinn verður allsráðandi í fatatískunni gildir það sama um förðunina. Glansandi húð og sólar­púður í miklum mæli víkur fyrir púðri og vínrauðum kinnum.

Nú er allt í einu komið í tísku að vera hvítur í framan, klakabúum til mikillar ánægju, enda eru endalausar brúnkumeðferðir tímafrekar, svo ekki sé minnst á ljósabekkina sem eru hættulegir í þokkabót.

Breiðar augabrúnir eru helsta einkenni gruggtískunnar frá tíunda áratugnum og helst eiga þær að vera úfnar og miklar. Glimmer fær að víkja fyrir maskara og svörtum blýanti. Fjólubláir tónar í augnskuggum ásamt svörtum og dökkbrúnum, því hin margrómaða „smokey“-förðun verður aðalmálið í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.